Perlubygg með púrru og geitaskyri

keyboard_arrow_leftRecipes

Perlubygg með púrru og geitaskyri

Serves: Time: Skill:

Ljúffeng uppskrift úr Gestgjafanum

4 dl Perlubygg frá Móður Jörð1 ½ líter gott kjúklinga- eða grænmetissoð½ laukur, saxaður2 söxuð hvítlauksrifRepjuolía til steikingar1 dl hvítvín3 -4 nettir púrrulaukar, þ.e. laufin notuð og söxuð smáttHálf krukka af geitaskyri frá GeitagottParmesan osturSmjörSalt og piparFerskt basil
Skolið byggið og látið renna vel af því.  Steikið laukinn í olíunni við góðan hita, þó án þess að laukurinn brenni.  Bætið hvítlauknum saman við og hrærið vel.  Bætið bygginu saman við og ristið vel í olíublöndunni.  Hellið því næst hvítvíninu út í og látið grjónin sjúga það í sig.  Lækkið hitann dálítið, hrærið vel í, bætið síðan soðinu saman við grjónin í skömmtum og hrærið, þetta ferli tekur ca 20 mínútur.  Bætið púrrunni saman við og sjóðið með í 5 mínútur til viðbótar, bætið við soði ef þarf.  Geitaskyri blandað saman ásamt klípu af smjöri. Hitinn tekinn af, því næst er parmesan ostur rifinn saman við, hrært vel og lokið sett á, látið hvíla í 1-2 mínútur.  Hrærið vel og malið svartan pipar saman við, lokið sett á og látið hvíla augnablik þar til rétturinn er borinn fram. Smakkið til með salti og pipar og bætið við fersku basil eftir smekk.
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
EN