Matvælaverðlaun MNI og Samtaka iðnaðarins

Móðir Jörð hlaut Fjöregg MNÍ (Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands) 2015 en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af Samtökum iðnaðarins frá upphafi, í yfir 20 ár. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Móðir Jörð er tilnefnt fyrir að framleiða spennandi íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið byggir sína framleiðslu á sjálfbærni og lífrænt ræktuðu hráefni. Hjá fyrirtækinu er lögð mikil áhersla á að þróa afurðir úr nánasta umhverfi og hafa fjölmargar nýjungar komið frá Móður Jörð á síðustu árum”. Á myndinni eru tilnefnd;  Eirný Sigurðardóttir frá Búrinu ostabúð,  Ólöf Kristín Sívertsen frá Skólar efh, Eygló Björk Ólafsdóttir frá Móðir Jörð, Klaus Kretzer frá Skaftafell Delicatessen og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins sem afhenti Fjöreggið að þessu sinni.

Leave A Reply