Þarabygg

Serves: Time: Skill:

Bankabygg með grænmeti og möluðum þara

Í þessa uppskrift má í raun nota hvaða grænmeti sem er eftir smekk, eða hvað finnst í ísskápnum.
  • ¼ laukur saxaður smátt
  • 1  hvítlauksrif, saxað
  • ½  lítill haus af hvítkáli, skorið í ræmur
  • 5 cm stykki af íslenskri papriku, skorið í strimla
  • Repjuolía til að steikja upp úr (eða smjör)
  • 5 dl af soðnu Bankabyggi
  • Ítölsk krydd eftir smekk s.s.  þurrkað oregano og basil (má sleppa)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 3 - 4 msk af sesamolíu
  • 1-2  tsk  malaður þari, við notum Sjávargarðsblöndu frá Fine foods Íslandica (www.finefoods.is) sem okkur þykir afbragð.
Sjóðið Bankabygg skv leiðbeiningum, í allt að 40 mínútur.   Þann tíma má stytta með því að leggja það í bleyti.  Steikið paprikuna á pönnu í 2 mínútur, bætið því næst saman við hvítkálinu og steikið í aðrar 2 mínútur, og bætið því næst lauknum við og kryddið. Saltið og piprið.  Þegar grænmetið er nokkuð brúnað og tilbúið bætið þá Bankabygginu saman við og steikið með á smá stund, hrærið vel og bætið sesamolíunni við.  Slökkvið undir.  Hrærið þarablöndunni saman við réttinn og berið fram volgan.   Við þetta má bæta við próteini eftir smekk, þetta bygg passar vel með fiski, einnig með kjúklingi en einnig má hugsa sér að bæta einfaldlega við soðnum eggjum.
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
EN