Bygg er trefjarík korntegund sem hefur góð áhrif heilsuna.  Bankabygg hefur stundum verið kallað “hrísgrjón norðursins” en kostir þess fyrir heilsuna eru m.a. þessir:

  • Bygg inniheldur flókin kolvetni sem gefa jafna orku yfir daginn
  • Bygg hefur lágan sykurstuðul og dregur því úr sveiflum á blóðsykri.
  • Bygg inniheldur einstökvatnsleysanleg trefjaefni, svo kallaða Beta glúkana sem talið er að geti lækkað kólesteról í lifur og blóði og dregið þannig úr líkum á hjartasjúkdómum.
  • Bygg er ríkt af E-vítamíni, járni og B1 og B2 vítamíni sem og kalki.
  • Bygg er „prebiotics“ sem er nauðsynleg næring fyrir góðgerla í meltingarfærunum og því mikilvæg fyrir heilbrigði þarmaflórunnar

Samkvæmt ráðleggingum næringarfræðinga er best að sem mest af kolvetnum sem við neytum komi úr heilu, grófu korni.  Nýlegar rannsóknir frá Harvard háskóla sýna fram á að dagleg neysla á heilkorni s.s. byggs dregur úr líkum á hjartasjúkdómum.

Bygg er sú korntegund sem á sér hvað lengsta ræktunarsögu hér á landi. Í Vallanesi hófst kornrækt til manneldis árið 1985 og hefur Bankabygg frá Móður Jörð  síðan þá verið fáanlegt í flestum matvöruverslunum á Íslandi.  Móðir Jörð leggur sig fram við að þróa og framleiða bygg í ýmsum útgáfum sem hentað getur í margvíslega matargerð.  Prófaðu t.d.:

  • Bankabygg sem matgrjón með hvaða máltíð sem er, einnig í súpur og grauta
  • Perlubygg í fína matseld s.s. byggottó, salöt, eftirrétti
  • Byggmjöl í brauðbakstur s.s. súrdeigsbrauð, einnig sem rasp á fisk
  • Byggflögur í grautana, einnig í rasp fyrir fisk og ofnrétti, sem og í brauðbakstur

Lífræn ræktun gerir að verkum að heilsufarslegir kostir þessa mikilvæga heilkorns skila sér til fulls þar sem kornið er minna unnið og ber ekki með sér eiturefni eða erfðabreyttar lífverur (sjá www.lifraentisland.is). 

Móðir Jörð framleiðir ýmsar matvörur sem innihalda Bankabygg, byggflögur eða -mjöl og hafa því þessa sömu heilsufarslegu kosti og hér er fjallað um.  Þar er um að ræða morgunverðarblöndur,  granóla, Hrökkva, Bopp og fleira.