Bankabygg salat með papriku og geitaosti

Gott með grillmat
keyboard_arrow_leftUppskriftir

Bankabygg salat með papriku og geitaosti

Skamtar: Tími Hæfni
Innihald:4 dl BankabyggRepjuolía til steikingar.½  rauðlaukur, saxaður fínt1-2 íslenskar paprikur, saxaðar smáttFjallaspínat eða annað laufgrænmeti að smekkDressingin: Olían/safinn að lokinni steikingu1 msk tahiniSafi úr hálfri sítrónuSalt og piparFerskar kryddjurtir að smekkBætið við ólífuolía að smekk.Saxaður íslenskur geitaostur, við notum ost úr nærumhverfi frá Geitagott.
Sjóðið Bankabyggið skv leiðbeiningum á pakka.  Sigtið vatnið af og kælið.Saxið smátt 1 – 2 íslenskar paprikur sem og ½ rauðlauk.  Steikið í repjuolíunni við miðlungshita þar til orðið mjúkt, bætið við smá salti og pipar.  Setjið lokið á í nokkrar mínútur þar til papríkar hefur losað safa.  Takið pönnuna af hellunni og látið kólna.Hafið tilbúið laufgrænmetið, saxið ef þarf sem og kryddjurtirnar.Sigtið paprikublönduna úr olíunni og takið til hliðar.  Olían er sett í krukku, sem og annað innihald fyrir dressinguna.  Hrist saman og kælt niður í ísskáp ef þarf.Blandið saman bygginu og dressingunni og geymið í kæli í 30 mínútur.  Áður en rétturinn er borinn fram er grænmetinu blandað saman við, bætið við ferskum kryddjurtum ef vill og hrært vel.  Osturinn er saxaður fínt og stráð yfir í lokin.  Þetta salat hentar vel sem léttur sumarréttur en einnig með grillmat.
Add this recipies ingredients to your basket. Add All Ingredientsshopping_basket
Free shipping over £50.
Money back guarantee
IS