Kaffihús og verslun Móður Jarðar er staðsett í húsi sem byggt er úr viði úr skógrækt staðarins og við nefnum Asparhúsið. Þar eru í boði lífrænar heilsuvörur og grænmetisréttir sem framleiddar eru á staðnum úr íslensku hráefni, sem og ferskt grænmeti. Í Vallanesi er boðið upp á hlaðborð með grænmetisréttum í hádeginu á sumrin, úr fersku, íslensku og útiræktuðu grænmeti. Opið er sem hér segir:
Maí og September: þriðjudaga til föstudaga frá 11 til 15. Opnun um helgar verður auglýst sérstaklega.
Júní - Júlí - Ágúst : Mánudaga til laugardaga frá kl 10 til 17
MORGUNMATUR
Gistingu í Vallanesi fylgir morgunmatur sem byggist á því heilkorni sem ræktað er á staðnum. Við leggjum áherslu á uppskriftir sem lifað hafa með starfseminni til fjölda ára, morgungrautur, gróft brauð og annan bakstur úr íslensku korni.
HÁDEGISMATUR
Hádegisverður í Vallanesi er í formi hlaðborðs af grænmetisréttum. Við samsetningu þess er árstíðin ráðandi í réttunum, við beinum sjónum að því sem vex hjá okkur hverju sinni og fylgjum takti náttúrunnar. Við gætum þess að þar séu í boði heilkorn, ferskt hráefni, góðar olíur og prótein úr jurtaríkinu. Úrval af súrkáli er alltaf á borðum. Borðið er að mestu leyti vegan þó einhverjar undantekningar séu á því en spyrjið kokkinn til öryggis ! Allt er unnið á staðnum og frá grunni.
Verð pr mann á hlaðborði með öllu: 3.800 kr.
Súpa og brauð: 2.390 kr.