Í Vallanesi er boðið uppá gistingu frá apríl - október. Gestir geta notið aðstöðunnar í hjarta býlisins og veitinga sem byggjast á ferskum afurðum úr ræktun staðarins.

SVÍTUR OG 2JA MANNA HERBERGI

Í Vallanesi hefur gamla fjósið og hlaða verið gerð upp og því breytt í gistihús.  Byggt er a grunni hins steypta gamla húss en húsið klætt með timbri úr eigin ræktun.  Íslenskur viður kemur einnig við sögu í innréttingum, gólfefnum o.fl.  Hér er boðið upp á gistingu í 3 litlum íbúðum (svítum) og einu tveggja manna herbergi.  Fyrir framan vistarverurnar er góð verönd sem snýr í suður, garður og setusvæði.

Hjá Móður Jörð er lágmarksbókun 2 nætur.

Verðlisti júní – ágúst  2024

Svítur með svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, baðherbergi og eldhúskrók.  Stofa með setusvæði, þ.m.t. svefnsófa.  Verð pr nótt m/vsk:  47.000.

Tveggja manna herbergi (twin) með sérbaðherbergi.  Verð pr nótt 32.000 kr m/vsk.

Hægt er að panta morgunmat á staðnum.  Auk þess er boðið upp á máltíðir, hádegismat, kaffi, kvöldmat fyrir gesti á veitingahúsi staðarins, Asparhúsinu.  Hægt er að fá mat inn á herbergi eða borinn fram í einhverju af gróðurhúsum staðarins sem bjóða upp á skemmtilega stemningu fyrir pör eða hópa.

LÍSUHÚS

Lísuhús er notalegur bústaður í skógi með tvíbreiðu rúmi (140cm), sérbaðherbergi,  setusvæði og eldhúskrók.

Líshús leigist í 2 nætur eða lengur. Verð á gistingu sumarið 2024 er  36.000 á nótt fyrir 2 fullorðna.

Hægt er að panta morgunmat á staðnum.  Auk þess er boðið upp á máltíðir, hádegismat, kaffi, kvöldmat fyrir gesti á veitingahúsi staðarins, Asparhúsinu.  Hægt er að fá mat inn á herbergi eða borinn fram í einhverju af gróðurhúsum staðarins sem bjóða upp á skemmtilega stemningu fyrir pör eða hópa.

IS