Lummur og vöfflur

Tilbúin uppskrift

Bygg og heilhveiti er uppistaðan í þessari blöndu sem hentar til lummu- og/eða vöfflubaksturs. Bætið við blönduna u.þ.b. 4  dl af vökva og einu eggi (má sleppa), 2 msk olíu og  1-2 msk. hunangi.  Vökvinn má vera t.d. vatn, mjólk, Ab mjólk eða blanda af þessu eða öðru. Hrærið öllu saman og stillið af vökvann þannig að deigið flæði vel á pönnunni. Gott er að gera deigið a.m.k. 15 mínútum fyrir bakstur þannig að þurrefni og vökvi samlagist vel, eða kvöldið áður og skal þá nota 4,5 dl af vökva og geyma í kæli. Úr uppskriftinni fást um 20 lummur eða 9 vöfflur. Innihald: heilhveiti, hveiti, byggmjöl, byggflögur, rúsínur, sólblómafræ, lyftiefni (vínsteinslyftiduft), sjávarsalt.

Næringargildi í 100g er u.þ.b.:
Orka 1520kj/360kcal
Prótein 11g
Kolvetni 61g

Fita 6g

Trefjar 8g
Natrium 0,5g

Sizes

380g 4 kg
- Back to products