Morgungrautur

Tilbúin uppskrift

Byggflögur eru uppistaðan í þessum trefjaríka morgungraut sem er í senn hollur og fljótlegur. Byggflögurnar eru gerðar úr Bankabyggi og innihalda því öll næringarefni og eiginleika sem byggið okkar er þekkt fyrir.  Hæfilegur skammtur fyrir fullorðna er tæpur 1 dl af þurrefnablöndunni.  Hellið u.þ.b. 2,5 dl af vatni í pott fyrir hvern dl af blöndunni og látið sjóða við meðal hita í 3-5 mínútur eftir smekk. Hrærið vel í pottinum meðan á suðu stendur.  Bragðbæta má grautinn með ferskum ávöxtum s.s. eplum, perum og bönunum eða öðru eftir smekk.  Sumir kjósa að borða grautinn ósoðinn með eplasafa en blandan hentar einnig sem múslí og er þá gott að láta hana liggja í bleyti í vatni eða í safa, jafnvel yfir nótt. Innihald pokans dugar sem morgunmatur fyrir 5-6 fullorðna.

Innihald:  byggflögur, sólblómafræ, graskersfræ, þurrkuð trönuber, kanill, eplasafaþykkni, sjávarsalt, sólbómaolía.  

Næringargildi í 100g af þurrefnablöndunni er u.þ.b.:

Orka 1530kJ/363kcal
Prótein 12g
Kolvetni 57g
Fita 8g
Trefjar 10g
Natríum 0,7g

Sizes

330g 4 kg
- Back to products