Brauðblanda
Tilbúin uppskrift
Með þessari heilkorna brauðblöndu má töfra fram ljúffengt brauð með lítilli fyrirhöfn. Hún inniheldur heilhveiti* og bygg* sem gera brauðið gróft og trefjaríkt. Innihald pakkans dugar í einn brauðhleif. Setjið blönduna í skál ásamt 3 dl vatni og 1-2 msk af matarolíu.Gott er að setja AB- eða súrmjólk að hluta og minnka vatnið sem því nemur. Bæta má við fræjum ef vill. Blandið vel saman og setjið í nett brauðform, penslið deiglið með vatni og gerið göt í það með gaffli. Bakið í 210°C heitum ofni í 40 mínútur, látið brauðið síðan kólna í amk 30 mínútur. Sem valkost má nota AB mjólk alfarið í staðinn fyrir vatn og bæta við 3 dl af fræjum, s.s. sólblóma, graskers og hörfræ.
Innihald: Lífrænt ræktað heilhveiti, hveiti, byggmjöl, byggflögur, hvannarlauf, lyftiefni(vínsteinslyftiduft), birkilauf, sjávarsalt.
Næringargildi í 100g er u.þ.b.:
Orka
Fita 2g
Kolvetni 64g
Trefjar 8g
Prótein 12g
Salt 0,7g
- Back to products