Súrkál
Inniheldur hvítkál
Mjólkursýring er framleiðsluaðferð sem styðst einungis við salt (að jafnaði 2-4%) sem rotverjandi efni. Ýmsar útgáfur eru til vítt og breitt um heiminn af mjólkursýrðu grænmeti en súrkál er líklega best þekkt af þeim hér í Evrópu. Þessi vinnsluaðferð (lacto-fermentation) er sú eina sem varðveitir nær öll vítamín sem grænmetið býr yfir.
Við notum hefðbundnar aðferðir við framleiðslu á súrkáli en í vinnsluferlinu framkallast mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna. Súrkál frá Móður Jörð fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ, Frú Laugu, í Jurtaapótekinu, í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Melabúðinni og Fjarðarkaup. Einnig í Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum. Súrkálið okkar hefur ekki fengið neina hitameðferð sem er forsenda þess að allir kostir þess varðveitist, það er kælivara með tiltölulega stuttan líftíma og skal ávallt geyma við 0-4°C.
- Back to products