Sýrt hnúðkál

með kryddum

Sýrða hnúðkálið okkar er unnið með sömu aðferðum og súrkál en inniheldur að auki ýmis krydd sem gera það einkar ljúffengt með fiskréttum og vissulega með öllum grænmetisréttum.  Í vinnsluferlinu gerjast kálið náttúrulega í eigin safa og til verða mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.  Sýrt grænmeti er einnig talið ákjósanlegt til að viðhalda réttu sýrustigi líkamans

Sýrða hnúðkálið okkar inniheldur einnig íslenskt sjávarsalt, kúmen, dill og fennelfræ og er fáanlegt í  Brauðhúsinu Grímsbæ, Búrinu Grandagarði, Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Jurtaapótekinu, Lifandi Markaði, Melabúðinni og Kjöt- og fiskbúðinni Egilsstöðum. Líkt og allt sýrt grænmeti frá Móður Jörð er hér á ferðinni kælivara sem skal geyma við 0-4°C.  Öll innihaldsefni eru lífrænt vottuð.

Sizes

360g 3,5L
- Back to products