Sýrðar rófur

Sýrðar gulrófur (lacto-fermented) eru unnar með sama hætti og við gerum súrkál, örlítið viðbætt sjávarsalt er það sem kemur að stað náttúrulegri gerjun grænmetisins.   Ýmsar útgáfur eru til vítt og breitt um heiminn af sýrðu grænmeti en súrkál er líklega best þekkt af þeim hér í Evrópu og hollusta þess vel þekkt. Við notum hefðbundnar aðferðir þar sem í vinnsluferlinu framkallast mólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.   Sýrt grænmeti er einnig talið ákjósanlegt til að viðhalda réttu sýrustigi líkamans. Prófaðu sýrðar rófur með öllum mat, sem snakk beint uppúr krukkunni eða í veislurétti s.s. “canapé” eða sem smásnittur í staðinn fyrir brauð.

Inniheldur:  gulrófur í sneiðum, einnig íslenskt sjávarsalt, engifer, turmeric og kóríanderfræ.  Þessi vara fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ, Búrinu Grandagarði, í Frú Laugu, Gló Fákafeni og Jurtaapótekinu.  Líkt og allt sýrt grænmeti frá Móður Jörð er hér á ferðinni kælivara sem skal geyma við 0-4°C.  Öll innihaldsefni eru lífrænt vottuð.

Sizes

360 g 3,3 kg
- Back to products