Sýrt grænmeti

Sýrt grænmeti (s.s. súrkál) er löngu þekkt fyrir hollustu.  Sé það unnið með hefðbundnum aðferðum  kallar það fram ýmsar góðar bakteríur eða mjólkursýrugerla (lactobacillus) sem eru nauðsynlegir fyrir meltinguna.  Ýmis vítamín bætast við í ferlinu s.s. C vítamín.  Í hefðbundnum vinnsluaðferðum er einungis stuðst við salt (Móðir Jörð notar íslenskt sjávarsalt) sem kemur gerjuninni af stað.  Gerjaður matur líkt og ferskt súrkál er náttúrúleg  “próbíotíka” og er að ryðja sér til rúms víða um heim sem nauðsynlegur þáttur í  mataræði til að viðhalda heilbrigði þarmaflórunnar.  Þessi vörulína grundvallast á lífrænt ræktuðu hráefni sem er lykilatriði því lífrænt ræktaður jarðvegur hefur ríkari örveruflóru sem skilar sér í afurðinni.  Sýrða grænmetið okkar hefur ekki hlotið neina hitameðferð, og skal því geyma í kæli til að það viðhaldi eiginleikum sínum. Fæst í Brauðhúsinu Grímsbæ, Búrinu Grandagarði, Bændur í bænum Nethyl, Fjarðarkaup, Frú Laugu, Heilsuhúsinu, Jurtaapótekinu, Melabúðinni, Flóru Akureyri, FISK kompaný Akureyri og Kjöt- og fiskbúðinni Egilsstöðum.

- Back to products

Sýrt grænmeti (súrkál o.fl)