Repjuolía

Íslensk matarolía

Repjuolía er einstaklega holl og hentug til matargerðar, af öllum matarolíum hefur hún lægst hlutfall af mettaðri fitu. Hún hefur mjög hátt hlutfall af einómettuðum fitusýrum og 3svar sinnum meira af fjölómettuðum fitusýrum en ólífuolía. Repjuolían frá Móður Jörð er kaldpressuð jómfrúarolía sem hentar best að nota ferska í ýmsa matargerð. Hún er einnig mjög hitaþolin og hentar því líka vel til að steikja úr og til baksturs.  Í Vallanesi fæst nú 2016 árgangurinn af repjuolíu í 250ml, 500ml og 2,5L umbúðum.

- Back to products

Repjuolía