KORNVÖRUR
Heilkorn, heilt og malað
Móðir Jörð býður bygg og heilhveiti í ýmsu formi, en öll ræktun, mölun, pökkun og vöruþróun fer fram á ræktunarstaðnum, Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Bygg er hið íslenska heilkorn, en það hefur mjög lágan sykurstuðul, inniheldur flókin kolvetni og jafnar því blóðsykur. Trefjaefnin í því eru bæði óleysanleg trefjaefni sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði, auk þess er bygg ríkt af E-vítamíni og járni og inniheldur m.a. B1 og B2 vítamín og kalk.
Við bjóðum lausnir fyrir verslanir, veitingahús og stofnanir.
- Back to products