Lífolía

Lífolía er mjög góð nuddolía, djúpvirk, bólgueyðandi og hreinsandi. Hún er góð fyrir vöðva, liði og bjúg og sérlega góð fyrir sogæðakerfið. Ófrískar konur með bjúg á fótum hafa góða reynslu af Lífolíunni og er besta aðferðin sú að rétta karlinum Lífolíuflösku og fæturna á eftir. Auk þess að gera konunni gott fá karlarnir við þetta mjúkar hendur.
Lífolían er mýkjandi og græðandi og hentar vel á skorpna og sprungna húð t.d. á fótum, gott er að bera hana á þreytta fætur eftir langan vinnudag. Einnig er gott að nota Lífolíuna á viðkvæma húð eftir rakstur. Lífolían hefur verið notuð með góðum árangri á sauma eftir uppskurð til að fyrirbyggja ofhold. 

Sizes

100ml 300ml
- Back to products