Hrökkkex

Hrökkvi er heilkorna og stökkt hrökkkex, gott með ostum og öðru áleggi, t.d. Rauðrófugló og Gulrófugló frá Móður Jörð. Hann er einnig frábært og hollt snakk beint úr pokanum. Hrökkva má njóta í heilum sneiðum en einnig er auðvelt að brjóta hann í smærri sneiðar eða bita eftir smekk.

Hrökkvi er að mestu úr trefjaríku byggmjöli sem bætir meltinguna og er góð undirstaða að  heilbrigðu mataræði.   Árið 2010 fékkst fyrsta uppskera af hveiti í Vallanesi og hefur nú heilhveiti verið bætt í Hrökkvann í stað rúgmjöls áður. Heimafengið innihald Hrökkva er því komið yfir 60%.

- Back to products

Hrökkbrauð og kex