Rósrauð naglasúpa

Hráefni:

3 dl Bankabygg
1 dl grænar linsubaunir
5 meðalstórar kartöflur
1 gulrófa

2 smáar rauðrófur
4-5 gulrætur

1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
2 hnefar hvítkál

1 rauð paprika
1/2 búnt steinselja
3 grænkálsblöð
2 grænmetissúputeningar

Kryddist eftir smekk t.d með sellerírót, stöngli eða fræum, einnig má nota lárviðar­lauf og/eða timianlauf. 

Aðferð:
Grænmetið er skorið í sneiðar, lengjur og búta, eftir listrænum smekk hvers og eins. Öllu sturtað í pott (helst rauðan) og grænmetissoði ef það er til og vatni bætt í svo fljóti uppundir yfirborð grænmetisins og síðan kryddað.Gott er fyrir þá sem hafa lítinn tíma að deginum að laga þessa súpu að kvöldi, þá er suðan látin koma upp og síðan látið malla við lágan hita í 2 tíma eða þangað til farið er í bólið. Næsta dag er síðan hitað hæfilegt magn fyrir þá sem eru í mat, en móðurpotturinn hafður í kæli. Þannig má hafa fljótlegan en hollan mat daglega á borðum.  Gott með heimabökuðu byggbrauði.

- Back to products