Rósmarínsúpa

Þessi súpa er ljúffeng og tilvalin til að taka til í ísskápnum og nýta matarleifar því í hana má í raun setja hvaða grænmeti sem er, baunir og kornvörur.  Þetta er frekar stór skammtur en þessa súpu má auðveldlega frysta og hita upp síðar.  

1 laukur

2 hvítlauksgeirar

300 g grænmeti (gjarnan gulrætur, rófur, hvítkál) 

1 dós tómatar í dós 

1 ,5 l vatn

1 stilkur ferskt rósmarín (eða 2 msk þurrkað rósmarín ) 

sjávarsalt og pipar 

2 teningar af grænmetiskrafti (eða 1-2 góð msk ef duft) 

2 dl bankabygg 

1 dl linsubaunir 

Steikið laukinn í olíu í potti í dálitla stund, bætið síðan við hvítlauknum og síðan öðrum innihaldsefnum.  Sjóðið í 40 m ínútur.   Smakkið til með salti og pipar og bætið við vatni eftir smekk. Gaman er að toppa súpuna með baunaspírum ef þær eru til, eða rifnum parmesan osti.  

 

 

 

- Back to products