Íslensk kjötsúpa
Íslensk kjötsúpa Klúbbs Matreiðslumeistara
Fyrir 12-15 pers
Innihald:
1,5 kg Úrbeinað íslenskt lambakjöt skorið í litla bita
6 lítrar vatn
3 tsk salt
2 tsk pipar
150 g Íslenskt Bankabygg frá Móður Jörð
400 g kartöflur skornar í litla teninga
400 g gulrófur skornar í litla teninga
400 g gulrætur skornar í litla teninga
500 g hvítkál skorið í strimla
1 dl fersk steinselja
1 dl ferskur graslaukur
Aðferð:
Setjið kjötið yfir til suðu ásamt salti og pipar og látíð suðuna koma hægt upp. Fleytið soðið.
Bætið í bankabyggi og sjóðið í 20 mínútur. Bætið þá í kartöflum, gulrófum og gulrótum. Sjóðið í aðrar 20 mínútur og setjið þá hvítkál saman við sjóðið örlítð með og að lokum bætið saxaðri steinselju ásamt söxuðum graslauk í að lokum. Einning er hægt að nota aðrar Íslenskar jurtir ef fólk vill.
- Back to products