Sumarlegt byggsalat

Hráefni: 

1 dl lífrænt ræktað Bankabygg frá Vallanesi á Fljótsdalshérað
3 dl vatn
1 hvítlauksgeiri
Vorgrænmeti að vali hvers og eins (smágulrætur, vorlaukur, aspas)
Smátt saxað grænmeti að vali hvers og eins (gulrætur, vorlaukur, aspas)
Repjuolía 
Salt
Sítrónusafi

Aðferð:

Sjóðið byggið í vatninu í 40 – 50 mínútur. Hellið öllu auka vatni af og setjið smátt saxað grænmetið saman við. Fáið góðan hita í byggið og kryddið með salti og sítrónusafa. Hitið heila grænmetið í öðrum potti, kryddið með salti og gljáið með repjuolíunni. Raðið öllu á disk, og skreytið með villtum íslenskum kerfil.

- Back to products