Rófu- og kartöflusalat

Hráefni:
1/2 kg kartöflur
1/2 kg rófur
50 gr möndlur
þurrristaðar á pönnu
50 gr grænar ólífur
10 sólþurrkaðir tómatar í strimlum
1 msk kapers
1/2 búnt fersk steinselja

1 1/2 dl ab-mjólk
1 msk sinnep
1 tsk karrý
salt og cayennepipar eftir smekk

Aðferð:
– kartöflurnar eru skornar í passlega munnbita og bakaðar í ofni við 200 °C í ca 35-40 mín, 
– kryddaðar með smá karrýi og salti
– rófurnar eru skornar í þunna þríhyrninga” og settar út í sjóðandi vatn í ca 3 mín, þá eru þær settar í sigti og kældar
– kartöflur, rófur, möndlur, ólífur, sólþurrkaðir tómatar og kapers, sett í skál 
– ab-mjólkinnni er hellt í skál og krydduð með sinnepi, karrýi, salti og cayennepipar 
– þessu er síðan hellt yfir salatið og blandað vel  saman við – tilbúið.

- Back to products