Pönnusteikt hnúðkál
Þetta þarf fyrir einn mann:
1 stykki hnúðkálshnýði – eða tvö smá!
1 matskeið smjör
ögn af salti
1 saxað steinseljulauf
Afhýðið hnúðkálið og skerið það í strimla. Steikið það svo í smjörinu. Saltið að villd. Skellið þessu á disk þegar hnúðkálið er orðið fallega ljósbrúnt og sáldrið steinseljunni yfir. Borðið með grófu brauði eða soðnu bankabyggi.
Í dekurútgáfu af þessu má steikja beikonkurl með hnúðkálinu og bæta síðan við einu spældu eggi og krydda pínulítið með góðri piparblöndu. Köld nýmjólk – eða svalt öl – eru viðeigandi drykkjarföng. Milt jurtate, t.d. af sólberja- eða birkilaufum er prýðilegur valkostur ef öl eða mjólk þykja óviðeigandi. Grænt te alveg eins!
- Back to products