Perlubygg með gló
3 dl Perlubygg
3 msk olía
1 skallottulaukur
1 hvítlauksgeiri
5-6 lauf af salvíu
1/2 glas þurrt hvítvín
1/2 l grænmetis kraftur
2 lífrænar íslenskar gulrætur
4 -5 msk Fennelgló frá Móður Jörð
50 g ferskur geitaostur eða Pecorino
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Ristið Perlubyggið í potti við góðan hita í 2-3 mínútur og veltið 2-3svar. Hellið olíu útí og steikið grjónin ásamt lauknum og hvítlauknum. Hellið hvítvíninu útí og látið grjónin sjúga það í sig. Bætið söxuðum gulrótunum saman við. Bætið soðinu saman við í skömmtum þannig að grjónin nái að sjúga í sig vökvann á milli. Endurtakið í 10-15 mínútur eða þar til byggið er soðið. Bætið Fennelgló út í undir lokin og hrærið vel, rauðrófurnar þurfa bara að hitna í réttinum í 1-2 mínútur. Bætið að lokum geitaostinum saman við, hrærið vel og smakkið til með salti og pipar. Slökkvið undir og setjið lokið á p0ttinn. Nú fær potturinn að hvíla í ca 1 mínútu áður en rétturinn er borinn fram. Ef vill má bæta við rifnum Pecorino eða parmesan osti. Þessi réttur er forréttur fyrir 3-4, eða meðlæti með kjöti, s.s kálfa- eða nautakjöti.
- Back to products