Neðri Háls súpa

2 laukar
2 gulrætur
1 púrrulaukur
200g hnúðsellerí
1msk. smjör

75g Bankabygg
1l vatn
grænmetiskraftur
graslaukur eða steinselja

1 eggjarauða
2msk. rjómi
salt og pipar eftir smekk

 

Skerið  laukinn í sneiðar. Skerið gulrætur, sellerí og púrrulauk í smábita.

Hitið smjörið og látið laukinn krauma í, bætið síðan grænmetinu saman við og látið krauma í smá stund.

Bæta síðan Bankabygginu ásamt vatni  út í og  látið smá sjóða í um það bil 45mín. Bragðbætið með grænmetiskrafti og salti og pipar eftir smekk.

Blandið saman eggjarauðu og rjóma og bætið út í súpuna ásamt graslauknum.

 

Verði ykkur að góðu

  

- Back to products