Grænt gulrótasalat

Hráefni: 
200 gr gulrætur
150 gr (2-3 leggir) grænkál, skorið í fína strimla og léttkreist með fingrunum
50 gr þurrristaðar pecanhnetur
4 msk þurrristuð sesamfræ, 

4 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
smá tamari og hvítlaukur fyrir þá sem vilja

Aðferð:
– gulræturnar eru skornar í þunnar “eldspýtur” eða rifnar gróft á rifjárni og settar í skál ásamt grænkálinu og pecanhnetunum
– sítrónusafa, olíu, sesamfræum, tamari og hvítlauk er blandað saman og hellt yfir.

- Back to products