Grænt byggsalat

Uppskrift frá Dóru Svavarsdóttur á Culina

500 g soðið Bankabygg eða Perlubygg
500 g agúrka
1 stk rauðlaukur
1 búnt steinselja
50 g spínat
1/4 dl olía
1/2 dl eplasafi
2 msk sinnep
salt og pipar
Skerið gúrkuna og rauðlaukinn í fína teninga.  Setjið steinseljuna, spínatið, olíuna, eplasafann, sinnepið, dálítið af salti og pipar í matvinnsluvél og maukið.  Blandið að því loknu öllu saman og smakkið til með salti og pipar.

- Back to products