Grænkálssalat
Hráefni:
4 grænkálsblöð eða fleiri eftir smekk
1 lítil rauðrófa
2 sellerístönglar
50 gr pecanhnetur
Sósa:
1 dl ab-mjólk
1 msk sinnep
1 pressað hvítlauksrif
1/4 tsk karrý
safi úr 1/2 sítrónu
smá piparrót fyrir þá sem vilja
Öllu hrært saman í skál.
Aðferð:
– grænkálið er tekið af stilknum, skorið í tvennt eftir endilöngu og síðan í mjög mjóa þversum strimla
– rauðrófan er afhýdd og rifin á milligrófu rifjárni- sellerístönglarnir eru skornir í ca 1/4 cm þykka bita
– pecanhneturnar eru þurrristaðar á pönnu- grænmetið er sett í skál, sósunni er hellt yfir og öllu blandað saman, hneturnar eru saxaðar og þeim stráð yfir.