Grænkálssalat Asparhússins

með bláberjavinaigrette

Grænkálsalat Asparhússins hefur notið mikilla vinsælda, það er lokkandi og örlítið sætt. Gott er að gera þetta salat a.m.k. klukkustund fyrir mat.
Innihald:
– Lífrænt ræktað íslenskt grænkál, 1 búnt
– Ristuð graskersfræ ½ dl
– Bláberjavinaigrette Móður Jarðar, eftir smekk
Bláberjavinaigrette:
Blandið saman í krukku og hristið vel saman:
1dl repjolía frá Móður Jörð
1 dl bláberjasulta eða Blásól frá Móður Jörð
1 dl hvítvinsedik
Safi úr hálfri sítrónu, lífrænni að sjálfsögðu 
½ msk íslenskt sjávarsalt (við notum Saltverk)
Slatti af fersku timian (eða 1msk af þurrkuðu)
Söxuð steinselja
1 hvítlauksrif, saxað eða rifið
½ rauðlaukur skorinn í fínar sneiðar

Ristið graslauksfræin á pönnu og kælið. Skolið kálið, rífið stönglinn af og skerið kálið í strimla. Setjið í stóra skál og hellið dressingunni yfir salatið og veltið kálinu upp úr dressingunni þannig að það sé vel blautt. Þessi skammtur ætti að duga fyrir 2-3 búnt. Bætið ristuðum fræjunum saman við. Látið salatið standa í a.m.k. klukkutíma áður en það er borið fram.

- Back to products