Grænkálsjafningur

Hráefni: 
1 búnt grænkál (6 leggir)
100 gr smjör eða olía
50 gr hveiti
4 dl mjólk
kryddað með salti og pipar og sykrað eftir smekk (fyrir þá sem mega við því að verða sætari).

Aðferð: 
Grænkálið er gufusoðið í 4 mínútur og grófustu leggirnir fjarlægðir, vatnið er látið síga vel af og kálið saxað niður eða hakkað. Smjörið er brætt og gert að þykkni með því að bæta hveitinu rólega saman við. Síðan er mjólkinni bætt við í smá skömmtum og suðan látin koma upp á milli til að forðast kekki. Þá er kryddað og soðið í 4 mín, að lokum er grænkálinu bætt útí og soðið áfram í 2 mín. Ef notað er fryst grænkál er tilvalið að láta það þiðna í jafningnum. Þessi jafningur er góður með öllum mat.

- Back to products