Byggsalat

Hráefni:

3 1/2 bolli soðið Bankabygg
4-5 gulrætur gróft rifnar
1/3 bolli rúsínur
1/3 bolli ristuð sólblómafræ
1/4-1/3 bolli ólífuolía
3 msk sítrónusafi
1 bolli ferskt dill eða 3-4 msk þurrkuð dillfræ
sjávarsalt og svartur pipar

 

Aðferð:
Blandið  byggi, gulrótum, rúsínum og fræum saman. Gerið sósu úr sítrónusafa, olíu og dilli og blandið vel saman í matvinnsluvél eða krukku með loki. Látið bíða í smá stund og hellið síðan yfir kornið. Saltið og piprið eftir smekk.

- Back to products