Byggsalat Soffíu

  • Bankabygg, soðið skv. leiðbeiningum
  • Ruccola
  • Avocado
  • Tómatar
  • Rauð paprika
  • Salt

Sjóðið bankabygg og leyfið því aðeins að kólna.    Grænmetið og tómatar er skorið í munnbita.  Blandið öllu saman.  Ég mæli með að salta avocadoinn þegar þið eruð búin að skera hann áður en hann fer út í salatið. 

Ég bar fram lax með þessu salati en mér finnst lax og bankabygg smakkast mjög vel saman.  Laxinn mætti bara salta og pipra og hafa það einfalt. 

Höf: Soffía Gísladóttir

- Back to products