Byggottó m/gráðosti og valhnetum

½ kg Bankabygg 
3-4 shallottulaukar eða 1 stór laukur
½ dl Kaldpressuð repjuolía (notaði danska olíu frá Lehnsgaard Borgundarhólmi)
50 gr valhnetur
100 g gráðaostur (eða annar blámygluostur)
2 flöskur Kaldi
1 l vatn
2-3 Timjan kvistar
1 búnt Steinselja
1 búnt graslaukur
Sjávarsalt
Hvítur pipar í kvörn                

Bankabygg sett á bakka og ristað gullinbrúnt við 180°c í ca 20 mínútur. Laukur fínt saxaður og svitaður í olíu í 2 mín ásamt timjan. Bygginu bætt í og svitað áfram í 2 mín. Þriðjung af vatninu bætt í og soðið þar til hefur nánast gufað upp,endurtekið tvisvar. Bjórnum bætt í og soðið áfram. Samanlagður suðutími eru 40-50 mínútur og vatni er bætt við ef þarf umfram það sem uppskriftin segir til um. Þegar byggið er soðið í gegn er valhnetum og osti bætt í, unnið saman og smakkað til með sjávarsalti og pipar,jurtir saxaðar og settar saman við í lokin. 

Höf. Hafliði Halldórsson Matreiðslumaður

- Back to products