Bygg Rósa

300 gr (4dl) Bankabygg,  
2-3 blaðlaukar (púrra), 
250 gr ferskir sveppir, 
200 gr sólþurrkaðir tómatar í olíu, 
1 búnt söxuð steinselja, 
50 gr rifinn parmesanostur,                    
½ grænmetissúputeningur, 
4 tsk jurtasalt.

Bankabyggið er soðið með súputeningi við meðal hita í l,2 af vatni í 40 mín. eða þar til það hefur drukkið í sig allt vatnið.Blaðlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og steiktur í olíu við lágan hita. Sveppirnir eru skornir í þunnar sneiðar og steiktir í smjöri (og olíu) þar til þeir eru vel þurrir. Þessu er blandað saman við byggið ásamt steinseljunni, smátt skornum tómötunum, saltinu og parmesanostinum.

Borið fram heitt eða kalt, sem aðalréttur eða meðlæti/ dugar fyrir 4 stóra.

- Back to products