Bjórkartöflur

Bjór og kartöflur eiga vel saman. Bæði bjórinn sem drykkur með kartöfluréttum og eins er bjórinn frábært hráefni í hina ýmsu rétti og hið ramma eftirbragð bjórsins og kryddilmurinn á einstaklega vel við hið sæta bragð kartöflunnar. Uppskrift vikunnar er að kartöflurétti, þar sem bjór kemur við sögu. Þessi réttur stendur vel undir sér sem aðalréttur, en vel er hægt að hugsa sér hann sem meðlæti bæði með fisk og kjöti. 

Innihald: 
1 kg kartöflur 
250 ml ljós bjór
50 g beikonbitar
skornir í bita (má sleppa) 
1 laukur rósmarín
ferskt jómfrúrólífuolía 
salt og pipar 

Kartöflur eru með fjölhæfasta hráefni sem um getur og hentar í ólíkustu rétti, en eru gjarnan eldaðar á sama “klassíska” mátann. Hér er dálítið óvenjuleg kartöfluuppskrift, þar sem kartöflur eru soðnar í bjór. Hið ramma eftirbragð bjórsins (miðað við vín) og kryddilmur hans henta einstaklega renna þægilega saman við hið sæta bragð kartöflunnar. 

Undirbúningur: Sjóðið kartöflur í tíu mínútur, skolið vatn frá og kælið. Saxið lauk og mýkið á pönnu í ólífuolíu ásmt söxuðum rósmarínlaufum og beikonbitu. Sneiðið niður kartöflur og leggið, leggið ofan á beikon- laukböldnu á pönnu, smakkið til með salti og pipar og látið taka í sig bragð skamma stund. Hellið því næst bjórnum saman við og látið malla undir loki í ca. 15 mín. Færið kartöflur í eldfast smjörsmurt mót og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Berið fram undir eins.

- Back to products