Byggkokteill

Forréttur fyrir 4

2 dl Bankabygg 
safi úr 1 límónu
75g reyktur silungur (helst frá Geiteyjarströnd) 
1 dl smátt skorin rauðrófa (skorin í ½ x ½ cm teninga)
¼ rauðlaukur- smátt saxaður
1 búnt ferskur kóríander – saxaður 
½ – 1 avókadó
dreitill af góðri lífrænni ólífuolíu 
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk. 

sósa:
1 dl lífræn hrein jógúrt eða AB mjólk 
1 dl sýrður rjómi 
1 msk límónusafi
1 msk agave sýróp
1 msk smátt saxaður ferskur kóriander
1 msk smátt söxuð steinselja
Smakkað til með sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.

Bankabyggið er soðið 1 á móti 3 af vatni, látið kólna og sett í skál. Restin er skorin niður í passlega bita og bætt í skálina.Rauðrófurnar geta hvort sem er verið hráar eða bakaðar í 5 mín. í ofni eða á pönnu til að draga fram í þeim sætuna.Hráefninu í sósuna blandað saman í skál. Borið fram í kokteilglasi og sósunni hellt yfir og að lokum einn kvistur af steinselju lagður ofan á. 

Verði ykkur að góðu. 

- Back to products