Repju majones

Repjumajones hentar vel með ofnbökuðum kartöflum og grænmeti sem og ýmsum grillmat:

2 eggjarauður

1 egg

1 msk dijon sinnep

safi úr 1/2 sítrónu

200ml af repjuolíu

Gætið þess að allt sé við herbergishita.  Setjið eggin, sinnepið og sítrónusafa í matvinnsluvél og þeytið vel.  Látið repjuolíuna renna í mjórri bunu saman við með vélina í gangi.  Þegar á líður þykknar blandan og þegar hún virðist orðin þétt og fín er mál að linni.  Smakkið til með salti, pipar og bætið e.t.v við smá sítrónusafa eða ediki.  Bætið við hvítlauk í blönduna í byrjun til að búa til “aioli”.

- Back to products