Byggterta m/Vin santo

125 g bankabygg
100 g ricottaostur
1 egg
1 eggjarauða
2 msk vin santo eða sérrí
1 tsk jómfrúrólífuolía
70 g sykur
30 g rúsínur
1 tsk hveiti
salt 

Sjóðið byggið í léttsöltuðu vatni í ca. 40 mín. Skolið og kælið þar til rétt volgt. Baðið rúsínurnar í víninu. Hellið bygginu í skál og blandið ricottaosti varlega saman við og þar næst eggjum, rúsínum, 50 g af sykri og sigtið hveitið saman við. Þekið kringlótt form (22 cm í þvermál) með rökum bökunarpappír og léttpenslið með olíunni. Hellið blöndunni í formið og smyrjið jafnt með sleif. Bakið við 180°c í ca. 30 mín. Dreifið restinni af sykrinumyfir kökuna og skellið undir grillið í ofninum þar til sykurinn hefur breyst í karamelluhúð (örfáar mín.) Takið úr formi og berið fram í sneiðum. Vínið með: vin santo eða gott sérrí.

- Back to products