Orkuskonsur
Hráefni:
2 dl byggmjöl
2 dl soðið Bankabygg
2 dl heilhveiti eða spelt
3 msk hveitiklíð
3 msk sólblómafræ
3 msk sesamfræ
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 msk hunang
4 msk kornolía
3 egg
4 dl súrmjólk eða ab-mjólk
Blandið öllu saman og hrærið. Smyrjið deiginu fremur þykkt yfir pönnukökupönnu. Bakið við lítinn eða meðalhita. Látið skonsuna þorna að ofan áður en henni er snúið við. Setjið örlítið af olíu á pönnuna ef skonsurnar vilja festast. Það fást u.þ.b. 6 skonsur úr uppskriftinni.
- Back to products