Orkuskonsur

Hráefni:
2 dl byggmjöl
2 dl soðið Bankabygg
2 dl heilhveiti eða spelt
3 msk hveitiklíð
3 msk sólblómafræ
3 msk sesamfræ
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 msk hunang
4 msk kornolía
3 egg
4 dl súr­mjólk eða ab-mjólk

Blandið öllu saman og hrærið. Smyrjið deiginu fremur þykkt yfir pönnuköku­pönnu. Bakið við lítinn eða meðalhita. Látið skons­una þorna að ofan áður en henni er snúið við. Setjið örlítið af olíu á pönnuna ef skonsurnar vilja festast. Það fást u.þ.b. 6 skonsur úr upp­skrift­inni.

- Back to products