Magnaðð morgunverðarbrauð

1 bolli hveiti
1/2 bolli byggmjöl
1/2 bolli maísmjöl
1 msk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk engifer
2 msk demerarasykur eða hrásykur
1 egg
1 bolli grillað zucchini í ólífuolíu (sigtið olíuna frá)  eða 1 bolli rifið ferskt zucchini
1 bolli mjólk


Blandið þurrefnum saman í skál. Þeytið blautefni saman í annari skál og blandið svo varlega saman við þurrefnin.

Bakið í vel smurðu brauðformi við 200°C í ca. 30 mín. Stingið tannstöngli eða prjóni í brauðið. Það er tilbúið þegar hann kemur þurr til baka. Brauðið er gott með osti og kaffi eða te.

*Vel má prófa sig áfram með byggmjölsmagnið og skipta jafnvel út hveitinu fyrir það. Í stað zucchini má nota ýmislegt fleira, t.d. eplamauk,rúsínur, grasker, þurrkaða ávexti eða fersk bláber eða hindber.

- Back to products