Lúxusgrautur Oddnýjar

2 dl byggflögur 
1/4 dl Chia fræ

1/4 dl sesamfræ.

Allt sett í pott ásamt 6-7 dl af vatni (líka gott að hafa hluta af vökvanum mjólk) og látið malla þar til orðið mjúkt. Rúsínum og/eða Goji berjum, 1-2 stöppuðum bönunum, eplamauki (eða niðurskornu epli), hörfræolíu og kanil bætt út í eftir smekk og hrært vel.

Sett í skálar og borið fram með möndlu-, hrísgrjóna-, kúa- eða annarri mjólk. Rjómi til hátíðabrigða.

Ath! Þeir sem vilja ekki láta Chia fræin malla með út frá hráfæðishugsuninni geta lagt þau í bleyti á meðan grauturinn mallar (eða kvöldið áður) og bætt þeim svo út í heitan grautinn ásamt öllu hinu.

 

Höf. Oddný Anna Björnsdóttir

- Back to products