Heilkorna Naanbrauð

200 gr byggmjöl

250 gr hveiti
1 dós hrein jógúrt
1 msk hrásykur

1/2 msk salt
2 msk sesamfræ og 50 gr þurrger (eða 5 tsk lyftiduft, t.d. vínsteins­lyftidyft sem fæst í heilsubúðum)

Leysið þurrgerið upp í 1 dl af vatni. Hrærið öllu hráefninu saman. Hnoðið deigið og rúllið því í lengju og skerið í 2 cm þykkar sneiðar. Fletjið í 1/2 cm þykkar sneiðar og steikið á pönnu eins og klatta. Berið fram með íslensku smjöri.

- Back to products