Byggbrauð m/lyftidufti

 

2 dl byggmjöl

2 dl soðið Bankabygg

2 dl heilhveiti

2 dl hveiti

1/2 dl hveiti­klíð

2 msk lyfti­duft

3 1/2 dl mjólk

1 msk sólblómafræ

1 msk hörfræ

1 msk sesamfræ

1 tsk kúmen

1/2 lúka fjallagrös
1/2 dl rúsínur
  

Blandið öllu saman í skál, hrærið og hnoðið deigið létt. Bætið mjöli saman við ef þarf en gæt­ið þess að deigið verði ekki þurrt. Byggbrauð: Látið deigið í brauðform, stærð 22×8 cm, og bakið neðarlega í ofni við 200°C í 45 mín.Byggbollur: Skiptið deiginu í 16 parta. Mótið bollurnar og penslið þær með mjólk eða eggi. Bakaðar í miðjum ofni við 225°C í 15-18 mín.

- Back to products