Byggbrauð m/geri

1 dl byggmjöl
1 dl soðið Bankabygg
3 dl hveiti
1 dl heilhveiti
1/2 dl hveiti­klíð
3 tsk þurrger
3 dl volg undanrenna
1 msk matarolía
1 msk sól­blómafræ
1 msk sesam­fræ
1 msk hörfræ
1 dl fjalla­grös
1/2 dl rúsínur

Blandið saman þurrefnum ásamt þurrgeri (takið frá 1/2 -1 dl af hveiti til að hræra upp í deigið á eftir). Hellið olíu og undanrennu út í þurrefnin og hrærið vel með sleif (deigið má vera blautt). Stráið hveiti undir og yfir deigið og látið það lyfta sér á hlýjum stað í hálftíma. Hnoðið afgangshveitinu saman við ef þarf. Mótið lengju úr deig­inu og skiptið henni í 10-12 jafnstóra bita. Mótið bollur úr bitunum og raðið á bök­unarplötu. Látið deigið hefast á hlýjum stað í 15-20 mín. Penslið bollurnar með vatni eða mjólk.

Bakið í miðjum ofni við 200 C í 15 mín. (brauð í 45 mín.). Ath. ef notað er perluger er það leyst upp í 1 1/2 dl af volgu vatni í 5-10 mín og 1 1/2 dl af mjólk er síðan blandað saman við.

- Back to products