Brauðvélabomba

Ástarsamband bóndans og brauðvélarinnar gat af sér ljúffeng brauð sem bakast án mikillar fyrirhafnar.  Þessi uppskrift kemur sér vel á stóru heimili.  

2 msk olía
2 dl heitt vatn
2 dl volg mjólk
1 skammtur (65 ml) LGG+ blár eða grænn (má líka nota súrmjólk, jógurt eða ab-mjólk)
1 hnefi ómöluð fjalla­grös
2 dl bygg­­mjöl
1 dl sól­blómafræ
1 dl sesamfræ (má vera hörfræ eða blanda)
4 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1 dl byggflögur
1 dl rúsínur
1 msk kúmen eða 1/2 af kanel, 
3 tsk þurr­ger. 
Bæta má við 1 dl af Morgungraut Gabríels.

Setjið efnin í brauðvélina að kvöldi, í sömu röð og þau eru talin upp, þannig að  fjallagrös­in, bygg­mjölið og kornið liggi í vökvanum yfir nóttina. 
Bökun­ar­­­­stilling: Heilkornabrauð-dökkt. 
Ilmurinn af bústnu, bragðgóðu og hollu brauðinu mun vekja þig að morgni.
Verði þér að góðu.

- Back to products