Vetrar chilli

3-4 msk græn ólífuolía 
1 meðalstór laukur 
1 púrra, 2 grænkálsblöð 
2 rófur

2-3 gulrætur 
1 rauð paprika 
1 dós niðursoðnir tómatar

2-3 hvítlauksrif 
1 stór ferskur rauður chili eða 1/2 tsk þurrkaður 
1 dl tómat­ púrré
1 dl appelsínusafi 
2 tsk cuminduft 
2 tsk paprikuduft
1 dós rauðar

nýrnabaunir eða 150 gr ósoðnar baunir
ferskt kóríander.

Aðferð:

– baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt ef notaðar eru ósoðnar baunir

– þær eru síðan soðnar í hreinu vatni í 45 mín

– laukur, púrra og grænkál er skorið frekar smátt og látið mýkjast í olíu í ca 15 mín í

  potti/pönnu

– rófur og gulrætur eru skornar í litla bita og settar út á laukinn

– tómatarnir eru maukaðir og blandað saman við

– hvítlaukurinn er smátt saxaður eða pressaður og settur saman við

– ef notað er ferskt chili er það skorið í litla bita og bætt útí. Ath ef þið viljið hafa

   réttinn sterkan eru steinarnir notaðir í réttinn en við mildari útgáfu er piparinn

   steinhreinsaður

– restinni af uppskriftinni er blandað saman við og látið malla í ca 30-40 mín

– Ef notaðar eru for­soðnar baunir eru þær settar útí strax, en dósabaunirnar eru settar

  útí þegar ca 10 mín eru eftir af suðutímanum

– hægt er að bæta dálitlum vökva útí réttinn svo hann verði ekki of þurr

– ferskt kóríander er klippt yfir réttinn áður en hann er borinn fram

– borið fram með Grænkálssalati og Kræsilegu byggi (sjá uppskriftir).

 

- Back to products