Sykursöltuð bleikja á tvo vegu

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM fyrir aðalréttinn sinn, Sykursöltuð bleikja á tvo vegu, sem borin var fram á Bankabyggi frá Móður Jörð:

Sykursöltuð bleikja
1 Flak bleikja
50 gr Púðusykur
50 gr Sjávarsalt

Bleikjuflakið er hreinsað og roðrifið, púðusykri og salti er blandað og flakið grafið í blöndunni í 40 mín. Grafninginn er skoluð af flakinu, flakið er skorið í helming eftir endilöngu og það lagt saman og rúllað þétt í plastfilmu. Rúllan er elduð í lággufuofni í 23 mín við 42°c (einnig hægt að elda í vatni við sama hitastig).

Bleikju “tartar”
50 gr sykursöltuð bleikja
50 gr blómkál
4 greinar Dill
20 gr Kapers
30 ml reykt repjuolía
1 stk shallotlaukur
1 msk sítrónusafi
Smá salt

Bleikjan er skorin í litla bita, blómkálið er rifið fínt á rifjárni og blandað saman við bleikjuna. Dill, kapers og reykta olían er maukað saman í matvinnsluvél og blandað saman við bleikjuna. Að lokum er laukurinn fínt saxaður og honum blandað saman við og tartarinn smakkaður til með sítrónusafanum og saltinu.

Blómkálstoppar 
60 gr blómkálstoppar
1 msk repjuolía
1 tsp. Sherry edik
1 stk graslaukur

Blómkálstopparnir er snyrtir og bakaðir létt með olíunni og salti, þegar topparnir eru mjúkir viðkomu þá er þeir kældir og kryddaðir með edikinu og fínt söxuðum graslauk.

Blómkálsmauk
30 gr blómkál
20 ml rjómi
20 ml mjólk
1 msk brúnað smjör
Salt

Blómkálið er soðið í rjómanum og mjólkinni þar til það er orðið mjúkt þá er það maukað í matvinsluvél og smakkað til með smjörinu og saltinu

Bankabygg
60 gr Bankabygg
150 ml kjúklinga soð
40 gr Agúrka
40 gr Græn epli
4 tsb Sýrður rjómi
2 gr fínt rifinn piparrót
3 greinar saxað dill
1 stk saxaður shallotlaukur
1 tsk Sherry edik
1 tsk sítrónusafi

Bankabyggið er soðið við vægan hita í 30 mín og það síðan kælt. Agúrkan og eplið er skrælt, hreinsað og skorið í litla teninga. Þegar bankabyggið er orðið kalt er agúrkuni, eplunum, dillinu,shallotlauknum og sýrðarjómanum blandað saman við og það síðan kryddað til með piparrótinni, sherry edikinu og sítrónusafanum.

Kryddjurtar jógúrt dressing
25 gr Grískt jógúrt
10 gr Spínat
4 greinar steinselja
1 tsk Sherry edik
1 tsk sítrónuisafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur

Spínatið og steinseljan er blanseruð í sjóðandi vatni í 10 sek. Og það síðan snögg kælt í klakavatni. Jógúrtin, spínatið og steinseljan er maukað saman í matvinsluvél og síðan kryddað með sherryedikinu, sítrónunni og saltinu. Dressinginn er að lokum sígtuð í gegnum fínt sigti.

Humarsósa
1 stk shallotlaukur
100 ml hvítvín
4 stk skel af humrinum
1 L humarsoð
20 ml rjómi
1 msk smjör
Salt
2 msk sítrónusafi
1 stk hvítlauksgeiri

Laukurinn, hvítlaukurinn og humarskelin er er brúnaður í potti, hvítvíninu er bætt út í potinn og það soðið niður um helming, þá er humarsoðinu bætt í potinn og það soðið niður við vægan hita í 1 klst. Sósan er sigtuð og sett eftur í potinn ásamt rjómanum og soðinn í 20 mín til viðbótar. Að lokum er smjörinu þeitt saman við sósuna með töfrasprota og sósan smökkuð til með sítrónusafanum og salti.

Pönnusteiktir humarhalar
4 stk humarhalar
Olía til steikingar
1 tsk hvítlauksolía
salt

Humarinn er pillaður úr skelinni og hann steiktur í olíunni. Humarinn er síðan kryddaður með hvítlauksolíunni og salti.

Kryddjurtarsalat
2 greinar Dill
2 stk graslaukur
2 greinar kerfill
4 stk Afilla baunaspírur
repjuolía
Salt

Kryddjurtinar skolaðar og pillaðar frá stilknum, að undanskildnum graslauknum sem er fínt saxaður. Kryddjurtunum er blandað saman og þær kryddaðar meðsalti og smá olíu.

Söl duft
20 gr íslensk söl

Sölin eru þurkuð í ofni í 30 mín við 150°c og þær síðan muldar í kaffikvörn

Þurrkað rúgbrauð
20 gr rúgbrauð
repjuolía
Salt

Rúgbrauðið er rifið fínt í rifjárni og það blandað með smá olíu og salti. Brauðið er þurkað í ofni í 15 mín við 150°c.

Þegar undirbúningnum er lokið er bleikjunni skipt í fjóra jafn stóra skamta, bygginu er þjappað í ferning sem skiptir disknum nokkurnveginn í tvent og bleikjan lögð ofan á byggið. Bleikjutartarnum er þjappað í form hægra meginn við byggið og blómkálstoppurinn setur ofan á tartarinn. Fyrir framan tartarinn kemur lítill vöndur af kryddsalati ásamt dressingunni og top af blómkálsmaukinu. Vinstrameginn við byggið kemursvo humarinn og humarsósan sem er þeitt með töfrasprota þar til hún freiðir fallega. Að lokum er þurkaða rúgbrauðinu stráð yfir bleikjuna ogsölduftinu stráð yfir kryddsalatið og blómkálsmaukið.

- Back to products