Ofnsteikt laxasteik

2 góðar laxasteikur
1/2 krukka coriander pestó
Ferskt rucola salat
Ferskir kirsuberjatómatar
Balsamik glaze t.d frá Mazzetti
2-4 msk. Extra virgin ólífuolía
Sítrónusafi
1 bolli Bankabygg 
4 stk. sólþurrkaðir tómatar.

Hitið ofninn í 200°C, berið ólífuolíu í eldfast mót, leggið laxasteikurnar þar ofan á. Saltið, piprið og kreistið sítrónusafa yfir.

Bakið í ca. 15 mín.

Steikið lauk í olíu í potti í 2-3 mín. Setjið því nœst 1 bolla af Bankabyggi og 3 bolla af vatni út í.  Sjóðið í 40 mín. Sigtið vatnið frá, hrœrið pestóinu og söxuðum sólþurrkuðum tómötum saman við.

Leggið byggottóið á miðjan diskinn, þar ofan á kemur laxasteikin, rucola og kirsuberjatómatar til hliðanna til skrauts.  Bragðbœtið salatið lítið eitt með balsamik glaze og berið fram.

Borið fram heitt eða kalt sem meðlæti með öllum mat eða létt máltíð.

- Back to products