Kræsilegt bygg

1.5 dl Bankabygg
5 dl vatn
1 rauðlaukur (eða vorlaukur)
1 hvítlauksrif
1 msk tamarisósa
safi úr 1 appelsínu
börkur af 1 appelsínu (lífrænt ræktaðri)
4 tómatar
4 msk fínt söxuð steinselja.

 Aðferð:

– byggið er soðið í vatninu í ca 40 mínútur eða þar til það hefur drukkið í sig allt vatnið.

– rauðlaukurinn er smátt saxaður og settur í skál, hvítlaukurinn er pressaður og

  settur saman við, tamarisósu og appelsínusafa er bætt við ásamt appelsínuberki,

  tómatarnir eru skornir í litla bita og settir útí, loks er saxaðri steinselju bætt útí

  og öllu blandað saman,

– að lokum er soðnu bygginu blandað saman við

- Back to products